Hagstofustjóri gefur Vestmannaeyjabæ kort

„Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau  elstu eru frá 1570 til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og fornritum. Skreytt með sæskrímslum, hvölum og furðuverum sem sóttar voru í allskonar sagnir frá sjófarendum,“ segir Ólafur Hjálmarsson sem færir Vestmannaeyjabæ allt kortasafn sitt að gjöf. Öll eru kortin upprunaleg og ótrúlega vönduð eintök.

Ólafur er fæddur og uppalinn í Eyjum og er í dag hagstofustjóri. Foreldrar hans voru Hjálmar Þorleifsson, oft kenndur við Neista og Bíóið þar sem hann var sýningamaður í mörg ár.

Nánar í Eyjafréttum sem komu út 6. júli sl. Blaðið er í lausasölu í Klettinum, Krónunni og Tvistinum. 

Gestum á goslokahátíð gafst tækifæri á að hlýða á kynningu Ólafs af kortasögu sinni og skoða síðan hluta safnsins á sýningu í Einarsstofu og var hún vel sótt.
Ólafur afhendir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra kortasafn sitt að gjöf til Vestmannaeyjabæjar.
Ættarmót. Nokkrir af ættingjum Ólafs voru á sýningunni.
Ólafur með eitt af kortunum sem hann gaf.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.