Í gær hófst annað stigamót Kaupþingsmótaraðarinnar í golfi unglinga en mótið fer fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Kylfingarnir fengu hreint afbragðs golfveður, sól og hægur vindur. Völlurinn er líka afar glæsilegur á að líta en Eyjapeyinn Hallgrímur Júlíusson er með nokkuð örugga forystu í strákaflokki, 13 og 14 ára. Hallgrímur lék fyrri hring mótsins á 73 höggum eða aðeins þremur yfir pari vallarins en næstu tveir léku báðir á 81 höggi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst