Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24.  janúar sl.  lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu  með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning.

Taflfélagið tekur þátt í Íslandsmóti skákfélaga  nú um helgina í Rimaskóla í Reykjavík og sendir tvær sex manna sveitir til keppni.  Eru þær skipaðar félögum  í TV sem eru búsettir í Eyjum  og uppi á landi.   Skákkennsla fyrir nemendur í Grunnskóla Vestmannaeyja fór af stað í skakheimili TV við Heiðarveg í lok janúar sl. undir stjórn Kristófers Gautasonar skákkennara  og kenndi hann einnig skák  nokkra daga í Grunnskóla Vm.  Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30. Leiðbeinendur eru Sigurður  Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson og öllum krökkum opið.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.