Hallgrímur Júlíusson, kylfingurinn efnilegi úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, bar sigur úr býtum á þriðja móti sumarsins í unglingamótaröð GSÍ. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og lauk um miðjan dag í gær. Hallgrímur leikur í flokki 15-16 ára og var keppnin æsispennandi. Kylfingarnir safna stigum í mótum sumarsins og er stigakeppnin jöfn og spennandi en Hallgrímur er á yngra ári í flokknum. Hann varð m.a. Stigameistari í fyrra í flokki 13-14 ára og vann með gífurlegum yfirburðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst