Hann fyrsti formaður ÍBV íþróttafélags og hún fyrsta konan sem formaður Íþróttabandalagsins
23. janúar, 2017
�?að var árið sem síðari heimsstyrjöldinni lauk að María Gísladóttir frá Norðfirði varð léttari og �?ór Ísfeld Vilhjálmsson kom í heiminn nánar tiltekið 30. nóvember 1945. Var hann annað barn foreldra sinna. Og það má segja að hann hafi fæðst með blátt blóð, – allavega fjólublátt, þar sem faðir hans Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli við Vestmannabraut var einn af hörðustu félagsmönnum Íþróttafélagsins �?órs á sínum tíma og blár var litur félagsins. �?ótt drengurinn hafi ekki verið skírður eftir félaginu þá ber hann nafn þess og var skráður í það sem ungabarn.
Sem ungur drengur og unglingur lék �?ór Ísfeld knattspyrnu með félaginu sínu og Íþróttabandalagi Vestmannaeyja og þótti ágætur knattspyrnumaður. Eftir að skyldunáminu lauk við Gagnfræðaskólann fór �?ór í Vélskólann og síðar Stýrimannaskólann í Eyjum og fór svo á sjóinn, var m.a. í eigin útgerð um tíma. Í land var stigið árið 1979 og þá tók hann að sér starfsmannastjórn hjá Vinnslustöðinni og á þeim vettvangi hefur hann starfað síðan.
Í pólitík og félagsmálum
Félagsmálastörf hafa alla tíð verið �?ór afar hugleikin. Hann hefur sterkar skoðanir í pólitík og nokkuð látið að sér kveða á þeim vettvangi, var m.a. formaður Alþýðuflokksfélags Vestmannaeyja um skeið. Aðeins 17 ára gamall, árið 1962, var �?ór fyrst kosinn í stjórn Íþróttafélagsins �?órs, það ár var �?li Árni eldri bróðir hans annálaritari félagsins og það ár var faðir hans Vilhjálmur, endurskoðandi félagsins, það má því segja að ræturnar séu sterkar.
Eftir að sjómennsku �?órs lauk, hefur hann gefið sig allan að störfum fyrir íþróttahreyfinguna. �?ór Ísfeld var formaður Íþróttafélagsins �?órs frá árinu 1985 til ársins 1994, eða í tæp 10 ár.
�?etta voru mikil umbrotaár í íþróttahreyfingunni og bygging �?órsheimilisins reis á þessum árum. Starfið var margt og mikil hreyfing komin á einhverskonar samstarf eða sameiningu íþróttafélaganna, �?órs og Týs. Hann var í nefnd sem kom að stofnun ÍBV íþróttafélags. �?ór Ísfeld var síðan fyrsti formaður þess félags árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2003. �?að ár tók �?ór að sér formennsku hjá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja og gegndi því starfi þar til í apríl 2016.
�?ór hefur frá upphafi setið í stjórn Ferðajöfnunarsjóðs Íþrótta- og �?lympíusambands Íslands sem fulltrúi Vestmannaeyja og Suðurlands og hann var 16 ár í stjórn Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Hann var sæmdur heiðurskrossi Íþróttabandalags Vestmannaeyja í 70 ára afmælisveislu sinni.
Fann konuna ská á móti á Vestmannabrautinni
�?ór leitaði ekki langt yfir skammt að eiginkonu. Ská á móti Bursta-felli sem stendur við Vestmannabraut stóð lágreist hús nr. 76, þar bjó Adólf Magnússon og Sigríður Jónsdóttir kona hans ásamt börnum sínum og meðal barna þeirra var Sólveig, – Dollý eins og hún er alltaf kölluð, – árinu yngri en �?ór, fædd 1. október 1946. – �?ótt í fyrstu hafi þau skötuhjú verið leikfélagar, varð samband þeirra nánara á unglingsárunum og stundum var laumupúkast hinumegin götunnar. �?r þessu varð farsælt hjónaband þeirra og þrjú myndarbörn.
Alla tíð verið mjög samstillt
Lengi vel vann Dollý utan heimilis, sem fiskverkakona í Vinnslustöðinni, hin síðari ár var hún starfsmaður Starfsmannafélags Vestmannaeyja.
�?au hjón hafa alla tíð verið mjög samstillt og milli þeirra mikill samhljómur. Bæði verið samstíga þátttakendur í pólitísku starfi. En síðast en ekki síst á íþróttasviðinu. Dollý lék handbolta með Íþróttafélaginu �?ór á sínum yngri árum, hlaut m.a. handknattleiksbikar félagsins árið 1962 og sat í stjórn þess um tíma.
Dollý var einn af frumkvöðlum Pæjumótsins árið 1990, knattspyrnumóts í Eyjum fyrir stúlkur, sem enn er haldið. – Hún var formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja frá árinu 1992 til ársins 1997 og er eina konan sem gegnt hefur því starfi. Dollý hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir og missir varla af íþróttakappleik.
Hún hefur verið einskonar málsvari kvennaíþrótta alla tíð. Má sjá í fundagerðum ÍBV íþróttafélags og Íþróttabandalagsins að Dollý hefur alla tíð borið hag kvennaíþrótta mjög fyrir brjósti og lét ósjaldan skoðanir sínar í ljósi á þeim vettvangi og hefur eflaust ekki veitt af.
Saga íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum hefur alla tíð verið samofin lífshlaupi þeirra hjóna og þau eru enn þátttakendur í leik og starfi hennar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.