Á mánudaginn fór fram kynning í Framhaldsskóla Vestmannaeyja á öllu háskólanámi sem í boði er á Íslandi í dag. Kynningin gengur undir nafninu Háskóladagurinn og er samstarfsverkefni allra sjö háskóla landsins, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Kynningin var opin öllum sem áhuga höfðu á háskólanámi og var ekki annað að sjá og heyra en að nokkur fjöldi fólks hafi mætt.
Hér má sjá nokkrar myndir.