Þjóðhátíðargestir fjölmenntu á setningu þjóðhátíðar í dag sem að venju var mjög hátíðleg enda veður gott. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV-Íþróttafélags setti hátíðina. Páll Scheving flutti hátíðarræðuna og séra Viðar Stefánsson flutti blessunarorð. Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem hefur átt sinn stað á setningu Þjóðhátíðir í áratugi flutti nokkur.
Barnadagskrá var á Tjarnarsviði og á kvöldvökunni skemmta m.a. MEMM, Svala Björgvins, Stuðlabandið frumflytur Þjóðhátíðarlagið, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna og Salka Sól og PBT. Hvítu tjöldin setja að venju svip á Dalinn og þar var boðið upp á kaffi og með því.
Að lokinni Brennu á Fjósakletti taka við glæsilegir tónleikar þar sem Hugo, Háski, Hubba Bubba og Big Sexy og fl. skemmta.
Óskar Pétur var á ferðinni og tók myndirnar sem hér er að sjá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst