Heimaey og Hjálparstarf kirkjunnar halda áfram samstarfi
15. október, 2014
Búið er að höggva á þann hnút sem hafði myndast á milli kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar og Hjálparstarfs kirkjunnar. Forsaga málsins er að samningur um framleiðslu á friðarkertum var útrunninn og Eyjar.net greindu frá því að Hjálparstarf kirkjunnar hygðist hætta samstarfinu og kaupa friðarkerti frá Póllandi. Nú hefur semsagt verið fallið frá því og verða áfram keypt kerti frá Heimaey.
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarf kirkjunnar sagði í samtali við Eyjafréttir vera ánægður með þessa niðurstöðu. �??�?g var að funda með forsvarsmönnum kertaverksmiðjunnar og Vestmannaeyjabæjar í gærmorgun og við handsöluðum nýjan samning, sem verður undirritaður á næstu dögum.�??
Nánar í Eyjafréttum sem koma út í dag

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst