Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum
4. júní, 2019
Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson sem standa að myndinni.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er magnað fyrirbæri en í ár eru 145 ár liðin frá því fyrst var haldin hátíð í Herjólfsdal. Í sögulegu samhengi er hátíðin einstök meðal íslenskra útihátíða. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga hefðum. Í júlí verður heimildarmyndin Fólkið í Dalnum frumsýnd, en það eru Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson sem standa að myndinni.

Þjóðhátíð gerð skil í heimildarmynd
Í kringum Þjóðhátíðina árið 2013 kviknaði hugmynd að gerð heimildarmyndarinnar hjá þeim Sighvati og Skapta Erni. Að þeirra mati var og er löngu kominn tími til að skrásetja þessa mögnuðu sögu í formi heimildarmyndar. Árið 2014 hófumst þeir félagar handa þegar liðin voru 140 ár frá því fyrst var haldin Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Upphaflega var ætlunin að gera einni hátíð skil í stuttri heimildarmynd. Fljótlega kom í ljós að það væri ekki raunhæft fyrir eitt tökulið að fanga viðburðinn með upptökum á einni hátíð. Undanfarin fimm ár hafa þeir Sighvatur og Skapti Örn þannig unnið að gerð heimildarmyndar um Þjóðhátíð.

Afraksturinn er mjög mikið af efni frá síðustu fimm hátíðum. Tekin hafa verið á annað hundrað viðtöl við fólk sem tengist hátíðinni með einum eða öðrum hætti og ætla má að annað myndefni telji nokkra tugi klukkutíma.

Saga Þjóðhátíðar í nútíð og fortíð
Hugmyndin er að segja sögu Þjóðhátíðar í gegnum upptökur síðustu ára. Fylgst hefur verið með tveimur fjölskyldum við hátíðahaldið, allt frá undirbúningi að frágangi. Fjallað verður um hefðirnar, tónlistina, lífið í hústjöldunum, sjálfboðaliðana og öryggismálin. Eyjamenn gera sér grein fyrir hversu mikið verk er að halda Þjóðhátíð sem er stærsta fjáröflun ÍBV íþróttafélags.

Tilgangurinn með útgáfu myndarinnar er að miðla sögu Þjóðhátíðar í nútíð og fortíð til stærri hóps en áður, innan lands sem utan. Hátíðin er elsta útihátíð landsins en sú fyrsta fór fram í Herjólfsdal 1874. Á alheimsvísu er fjölskyldu- og tónlistarhátíðin í Eyjum byggð á sterkari grunni en margar aðrar viðlíka skemmtanir.

Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð.

„Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur.

Söfnun hjá Karolina Fund
Öllum upptökum er lokið og eftirvinnsla myndarinnar stendur yfir. Það er krefjandi að gera svo stóru og viðamiklu viðfangsefni skil sem Þjóðhátíð er. Það hefur útheimt mikla vinnu og ekki síður fjármuni.

Stærstu stuðningsaðilar myndarinnar á framleiðslutímabilinu hafa verið Menningarráð Suðurlands, Eimskipafélag Íslands, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Ísfélag Vestmannaeyja og ÍBV – íþróttafélag.

„Á endasprettinum við framleiðslu heimildarmyndarinnar leitum við nú eftir stuðningi í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Þar geta Eyjamenn sem og aðrir stutt við bakið á okkur gegn því að fá meðal annars miða á forsýningu myndarinnar ásamt því að fá nafnið sitt í kreditlista hennar. Við stefnum á að forsýna Fólkið í Dalnum í Eyjum og í Reykjavík núna í júlí, en nánari upplýsingar liggja fljótlega fyrir. Við hvetjum alla unnendur Þjóðhátíðar til að leggja okkur lið,“ segir Skapti Örn.

Nánari upplýsingar um söfnina hjá Karolina Fund má finna hér

Fólkið í Dalnum – heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst