Heimili greiddu 55% af umhverfissköttum árið 2023
Hus Midbaer Bo Cr
Heimili landsins greiddu 55 prósent allra umhverfisskatta á árinu 2023. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Árið 2023 innheimti ríkið rúma 88,0 milljarða króna í umhverfis- og auðlindaskatta. Þessir skattar skiptust í skatta á orku (39,7%), vega- og samgönguskatta (29,2%), mengunarskatt (18,7%), auðlindaskatt (0,38%), innheimtu í gegnum losunarheimildir í ETS-kerfinu (4,3%) og aðra kolefnistengda skatta (7,7%). Heimilin greiddu 54,7% af heildarupphæðinni, eða rúmlega 48,1 milljarð króna, aðallega í formi vegaskatta og orkuskatta. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands.

Þar segir jafnframt að veiðigjöld, sem lögð eru á útgerðarfyrirtæki, teljist samkvæmt skilgreiningu hagreikninga ekki umhverfisskattur. Veiðigjöldin sem innheimt voru árið 2023 námu rúmlega 10,1 milljarði króna samkvæmt ríkisreikningi.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.