Helena áfram með ÍBV
helena_ibvsport
Helena í leik með ÍBV. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjakonan Helena Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV um það að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Helena hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og hefur leikið 73 leiki með ÍBV í efstu deild og allt í allt 95 KSÍ leiki.

Helena, sem er varnarmaður, er fædd árið 2004 og lék fyrsta leikinn sinn fyrir meistaraflokk á sínu 15. aldursári þar sem hún lék samtals 14 leiki í deild og bikar. Jafnt og þétt hefur hún aukið leikjafjöldann sinn ásamt því að hafa verið lykilmaður í 2. flokks liði félagsins.

Í frétt á vefsíðu félagsins segir að Helena hafi verið lykilleikmaður í liðinu í fyrra og lék samtals 21 leik í deild og bikarkeppni. Knattspyrnuráð er mjög ánægt með að Helena vilji framlengja samning sinn við liðið og býst ráðið við því að Helena verði mikilvæg í því að koma ÍBV aftur í efstu deild.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.