Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn föstudaginn 21. júní, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. „Tilgangur ferðarinnar var að sigla í höfnina í fyrsta skipti og sjá hvernig það passar við hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn,“ segir Ívar Torfason fyrsti skipstjóri Herjólfs. Ferðin gekk mjög vel enda gátu aðstæður vart verið betri. Siglingin gekk eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og þær breytingar sem þarf að gera á hafnarmannirkjum eru smávægilegar.
Ívar segir spennandi að sigla hinu nýja skipi enda sé það skemmtilegt og öflugt. Engin leið sé að bera saman því að sigla nýja og gamla Herjólfi. „Þeir eiga í raun ekkert sameiginlegt. Það er alveg gerólík nálgun að sigla hinu nýja skipi enda allt annar stjórnbúnaður. Þú þarft í raun að henda öllu sem þú kannt og byrja upp á nýtt,” segir hann glettinn.
Áhöfn Herjólfs IV heldur áfram að æfa sig næstu daga og vikur. Til dæmis þarf að sjá hvernig er að sigla skipinu í verra veðri. „Skipið ristir minna, er léttara og því finnur maður meira fyrir vindi,“ lýsir Ívar.
Ekki er komin föst tímasetning á hvenær skipið siglir sína fyrstu ferð með farþega. Áhöfnin þarf tíma til að æfa sig og þjálfa en auk þess þarf að gera einhverjar breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.