 
											Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu.
Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður, farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst