Nafn: Róbert Marshall.
Heimilishagir: Í sambúð með Brynhildi �?lafsdóttur og saman eigum við 37 börn. Eða svo virðist á stundum. �?au eru reyndar 5 þegar mest er: Smári, Ragnheiður, �?orgerður, Lára og �?lafur. Svo eigum við köttinn Sigríði Jósefínu.
Menntun og starf: Fjölmiðlamaður í hálfan annan áratug. Las stjórnmálafræði við HÍ en jafnframt sótt fjölda námskeiða í endurmenntun svo sem í stjórnsýslu- og upplýsingalögum, samningatækni, dönsku fyrir norræn samskipti o.s.frv. �?á hef ég lokið tveimur önnum í djassgítarleik hjá Eðvarði Lárussyni í Gítarskóla Íslands.
Áhugamál: Fjöll, klifur, stangveiði og tónlist.
Hvað horfir þú á í sjónvarpi: Fréttir og set mér ávallt háleit markmið um að fylgjast með 24 en gleymi alltaf hvenær þátturinn er. �?g virðist eiga í krónískum vanda með tímasetningar.
Uppáhaldsmálsháttur: �?að er betra að kasta mæðinni en geispa golunni.
Hvaða eiginleika þarf stjórnmálamaður að hafa: Ímyndunarafl. Fyrst og fremst. Réttlætiskennd og dugnað.
Mesti stjórnmálamaður allra tíma, íslenskur: �?g hef alltaf dáðst að Margréti Frímanns og finnst hún hafa átt einn farsælasta ferilinn í pólitík síðari tíma. �?að er mikill heiður að taka við kyndli hennar.
Af hverju í pólitík: Til að láta gott af mér leiða.
Hverju þarf að breyta: Forgangsröðinni. �?að þarf ferskar hugmyndir og vilja til að framkvæma þær. Vissuð þið t.d. að Árni Johnsen var í samgöngunefnd frá 1991 til 2001 og þar af formaður síðustu 2 árin. Gerðist eitthvað?
Hvað ætlar þú að leggja áherslu á á þingi:�?g ætla að vinna fyrir Suðurkjördæmi að samgöngu- og atvinnumálum, náttúruvernd og jafnrétti. �?g vil vinna að jafnvægi og framförum.
Róbert Marshall er 3. maður á lista Samfylkingarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst