Hjörtur Elíasson minning
25. ágúst, 2023

Í dag fylgdi ég æskuvini og jafnaldra mínum Hirti Ella áleiðist í hans síðustu ferð en hann var jarðsettur frá Selfosskirkju, hafði Hjörtur lengi glímt við erfið veikindi.

Margt hefur breyst síðan við strákarnir ólumst upp í Eyjum og þá ekki bara landslag og umhverfi eftir gosið 1973 heldur líka félagslegt umhverfi og afþreying sem var í boði. Við strákarnir spiluðum að vísu fótbolta af miklum móð rétt eins og strákar gera í dag  en óhætt er að segja að aðstaða hafi batnað til mikilla muna. Við lékum listir okkar í spröngunni, á knattspyrnuvellinum og víðar sem kostaði stundum blóð, svita og tár en var sannarlega þess virði. Þá voru ekki tölvur og samfélagsmiðlar og hvað þá farsímar eins og nú þegar hægt er að vera í stöðugu sambandi við fólk hvar og hvenær sem er. Á þessum árum var Rúv útvarp og sjónvarp það eina í boði en sjónvarpið var svo í fríi á fimmtudögum og þá var farið í bíó í Samkomuhúsinu. Svo voru það einstaka heimili í bænum sem náðu „Kananum“. Ekki má gleyma hangsinu í sjoppunum og rúntinum góða í miðbænum sem var genginn nánast á hverju kvöldi ef vel viðraði og þá var spjallað um allt milli himins og jarðar og sum fyrstu samböndin  urðu til þar.

Við Hjörtur vorum báðir janúarpeyjar, hann fæddur 10. janúar en ég þann 14.  þess vegna kannski náðum við svo vel saman á okkar unglingsárum.

Sumarið 1969 vorum við Hjörtur í 5. flokki ÍBV og þá spiluðum við saman sem miðverðir, við vorum nánast höfðinu hærri en aðrir í þessum aldursflokki og kom það sér vel í leik fyrir okkur. Í minningunni voru það ekki margir mótherjarnir sem reyndu að komast í gegnum vörnina okkar á miðjunni, alla vegna reyndu þeir það bara einu sinni, það bar yfirleitt ekki árangur. Þetta sumar urðum við Íslandsmeistarar í aldursflokknum eftir marga frækna sigra en við töpuðum ekki leik eða gerðum jafntefli allt sumarið. Úr þessu liði urðu síðar til nokkrar frægar knattspyrnuhetjur en ferill okkar vinanna endaði nánast gosárið.

Hressó og Búr voru helstu samverustaðir margra unglinga í bænum en vígi okkar Hjartar var Búr og við fórum þangað eftir skóla og vorum yfirleitt yngstir þeirra sem „héngu“ þar á þessum tíma.  Bjartmar Guðlaugssonar vísar svo snilldar vel til þessa tíma í textanum Leiðin heim en þar segir m.a.  „og djúpboxin rokkuðu á Hressó og Búr“. Þar  vorum við Hjörtur fastagestir og töffarar lífsins að okkar áliti.

Það voru líka dagar eftir skóla þar sem við mættum í Skýlið hjá Kidda á Básaskersbryggjunni og fengum að vera þar nokkrir í friði að spila póker um nokkrar krónur. Einn veturinn æfðum við um tíma box í kjallara á Fífilgötunni og þóttumst góðir eða alveg þangað til Hjörtur kýldi í vegg og braut á sér þumalinn, alveg óvart.

Þegar við byrjuðum í Gagganum,  í efsta bekk þá urðum við sessunautar á fremsta borði í gluggaröð, á þessum tíma hófst okkar einlæga vinátta.  Ég kom úr Barnaskólanum en hann úr Aðventistaskólanum. Ekki löngu seinna var sérstakur kennarafundur í skólanum þar sem við vinirnir vorum umræðuefnið vegna lélegrar útkomu okkar á miðsvetrarprófum.  Stóra spurningin á kennarafundinum var hvort við yrðum lækkaðir um einn eða tvo bekki, útkoma fundarins var sú að við vorum lækkaðir um einn bekk.  Ég man að við vorum bara sáttir eftir á við þessa samþykkt kennarafundarins en í neðri bekknum hittum við fyrir nánast alla vinina. Hreinn Ásgrímsson, umsjónarkennarinn okkar, blessuð sé minning hans, var hálf sár út í okkur því hann vissi alveg að við gátum gert mun betur en þetta. Seinna þegar við hittumst þá minnti hann okkur stundum á þessa vitleysu okkar.

Við vorum byrjaðir að pæla í og hlusta á músík á þessum tíma og mest heima hjá Hirti á Hólagötunni, við fórum þá vítt og breitt um sviðið í okkar hlustun, þó var ég einlægur Stones aðdáandi og er auðvitað enn. Hann var þá farinn að hlusta á John Mayall og Humble Pie, ekki eldri en hann var og kynnti hann mér þessa flottu tónlist sem Humble Pie og Mayall voru með en Mayall var og er mikill blúsari. Ég á enn plötuna John Mayall and the Bluesbreakers, Live  sem Hjörtur gaf mér í afmælisgjöf þegar ég varð 15 ára en ég hafði þá gefið honum plötu með Humble Pie fjórum dögum áður á afmælisdeginum hans, báðar keyptar hjá Bebba í radíóbúðinni á Skólaveginum.

Gosið setti strik í reikninginn hjá mörgum Eyjafjölskyldunum og vinahópar splundruðust þegar fjölskyldur dreifðust og komu sér fyrir víðs vegar um landið. Fjölskylda mín hafði athvarf í Hafnarfirði til að byrja með og lauk ég skólaönninni frá því í Eyjum eins og aðrir eyjaunglingar í Laugalækjarskóla.  Svo fengum við fjölskyldan íbúð í vesturbænum í Reykjavík og lá þá beinast við að fara í Hagaskóla. Sumarið áður en ég hóf nám í Hagaskóla hafði Hjörtur samband við vininn og sagðist vera að fara í Hlíðardalsskóla sem þá var heimavistarskóli Aðventista og spurði hvort ég kæmi ekki með. Við gætum örugglega fengið að deila saman herbergi á vistinni. Eftir að hafa talað við mömmu um málið og fengið afdráttarlaust nei hjá henni þá lauk ég gagnfræðaprófi frá Hagaskólanum.

Síðan lá leiðin heim til Eyja en Hjörtur vinur minn kom ekki heim aftur. Hann lærði húsasmíði og varð meistari í faginu, síðast þegar við heyrðumst þá var hann eftirlitsmaður með byggingum víðs vegar um Suðurlandið. Ég hafði alltaf samband við hann fyrir árgangsmótin okkar í 1957 árganginum og alltaf var hann á leiðinni en kom svo ekki.  Í þessum samtölum okkar rifjuðum við upp gömlu góðu dagana í Eyjum, sögðum hvor öðrum fréttir af fjölskyldum okkar og hétum því að hittast sem fyrst en því miður varð aldrei úr því. Ég minnist hans með þakklæti og vinsemd því hann var skemmtilegur og góður vinur. Blessuð sé minning hans.

Ég votta fjölskyldu Hjartar mína dýpstu samúðarkveðjur.
Pétur Steingrímsson.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst