Leikur ÍBV og HK sem fram fór í dag í Vestmannaeyjum var ágætis skemmtun þó svo að liðin hafi að litlu að keppa. HK er með geysilega öflugt lið og hefði í raun átt að veita Haukum meiri keppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir ágætt gengi ÍBV í undanförnum leikjum, áttu þeir ekki möguleika gegn hinu sterka liði HK sem sigraði að lokum með fimm mörkum, 25:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst