Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmdi Hlyn Má Jónsson, vert á Lundanum heiðursskildi fyrir hetjulega björgun sjómanns úr höfninni í Vestmannaeyjum þann 27. febrúar 2024. Málsatvik voru þau að Hlynur skutlar tveimur úr áhöfn Kap II VE um borð. Annar fer strax um borð en hinn er í smá spjalli í bílnum hjá Hlyni. Fer síðan og röltir upp landganginn sem var illa eða ekki festur við skipið.
Þetta kom fram hjá Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandi Íslands sem afhenti viðurkenningar á hátíðardagskrá Sjómannadagsins á Stakkó í Vestmannaeyjum í dag. „Þegar hann er kominn langleiðina um borð teygir félagi hans, sem var um borð, sig í hann en fellur við og steypist með höfuðið á undan milli skips og bryggju,“ sagði Valmundur.
„Hlynur sér þetta útundan sér en hann var að snúa bílnum við. Hann bregður skjótt við og hleypur að bátnum. Sá sem var í landgangnum fraus alveg og gat ekki gert neitt. Hlynur ætlar að príla niður til mannsins en hættir við sem betur fer.
Fer um borð og finnur færi á belg sem hann kastar til mannsins sem er með meðvitund allan tímann. Maðurinn nær taki á færinu og vefur því um hendina. Nú nær Hlynur að hringja í 112 og tilkynna slysið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang að sögn Hlyns og hann hrósar þeim í hástert.
Kramdist milli skips og bryggju
Tveir lögreglumenn komu fyrstir og síðan fólk úr björgunarsveitinni og slökkviliðinu. Lögreglan er með Björgvinsbelti í bílnum sem þeir notuðu til að ná manninum úr sjónum. Maðurinn hafði kramist að minnsta kosti þrisvar sinnum á milli skips og bryggju áður en honum var bjargað.
Hlynur vill taka fram, og leggur til, að Björgvinssbelti ætti að vera á hverjum landgangi sem tengir skip og bryggju. Hann vonar að enginn þurfi að lenda í svona lífsreynslu og til þess þarf fyrirbyggjandi aðgerðir,“ Valmundur og bætti við.
„Hlynur Már Jónsson, hafðu þökk fyrir að bjarga manni í nauð. Takk fyrir að leggja þig í hættu fyrir aðra. Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmir þig heiðursskildi og merki fyrir björgunina og þakkar í leiðinni þeim sem að björgunninni komu. Lögreglunni í Vestmannaeyjum, Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Slökkviliði Vestmannaeyja. Njóttu sæmdar þinnar Hlynur Már,“ sagði Valmundur að endingu.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.