Hlýtur að draga kröfurnar til baka
Ellidaey_bjarnarey_lagf_20200914_184854
Elliðaey (til vinstri) er utan 2 km markanna. Bjarnarey (til hægri) er innan marka. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. Óbyggðanefnd hefur komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað.

Þessu tengt: Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á fjármálaráðherra að láta af með öllu kröfum um eyjar og sker í Vestmannaeyjum. Krafan byggist á misskilningi og á sér enga stoð sögulega né lagalega. Bæjarráð lýsir ánægju með afdráttarlaus svör fjármálaráðherra í þingsal í vikunni að ekki séu innistæður fyrir kröfum ríkisins. Í því ljósi hlýtur ráðherra að draga kröfurnar til baka, segir í bókun bæjarráðs.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.