Margir hafa lagt hönd á plóg við hreinsun eftir öskufallið um síðustu helgi. Nágrannar hjálpuðust að og sjálfboðaliðar hreinsuðu t.d. útisvæði sundlaugarinnar. Þá komu fjórir Veraldarvinir til Eyja fyrir helgi í þeim tilgangi að græða upp Elfell. Einhver bið verður á því að þau gangi í það verkefni, enda meiri þörf á að hreinsa öskuna upp.