Unnið hefur verið að því að hreinsa sand ofan af bilaða strengnum í dag.
Verkið er seinlegt þar sem kafarar Landsnets eru að vinna á miklu dýpi og við mjög erfiðar aðstæður. Vonast er eftir því að geta tekið strenginn upp í Henry P Lading um helgina en viðgerðarmennirnir eru eins og áður mjög háðir góðum veðurglugga.
Ef allt gengur að óskum verður hægt að tengja saman nýja strengbútinn við þann gamla um eða eftir helgi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst