Hvít jörð í Eyjum eins og annarsstaðar
21. október, 2014
�?að brá eflaust mörgum í brún í morgun þegar þeir litu út um gluggann því jörð var alhvít. �?að beið því margra að skafa bílana fyrir morgunferðina en síðustu ár hefur það ekki komið oft fyrir að fyrsti snjórinn falli í október í Vestmannaeyjum. Eflaust er því margir óviðbúnir snjónum þegar kemur að dekkjabúnaði bifreiða enda fóru margir löturhægt yfir í morgun. Börnin hafa hins vegar glaðst mikið en hætt er við því að sú gleði verði skammvinn því spáð er hlýnandi veðri og rigningu annað kvöld.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst