Það verður nóg að gera hjá Magna Ásgeirssyni þessa Þjóðhátíðina því hann kemur fram með ÁMS, Aldamótatónleikunum og nú er staðfest að Killer Queen koma fram sömuleiðis. Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð sl. föstudag í beinni útsendingu en einnig verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár og einnig staðfestir Þjóðhátíðarnefnd í dag Halldór Gunnar & Albatross sem koma fram með Sverri Bergmann, Stuðlabandið, Foreign Monkeys, Huldumenn og Brimnes.
Dagskrá Þjóðhátíðar verður fullmótuð í lok júní en enn á eftir að staðfesta síðustu atriðin.
Dagskrá Þjóðhátíðar 2019:
Herra Hnetusmjör, Huginn, GDRN, Flóni, ClubDub, Jón Jónsson, Friðrik Dór, JóiPéxKróli, SZK, Lukku Láki, GRL PWR, Bjartmar Guðlaugs, ÁMS, Aldamótatónleikarnir, Sverrir Bergmann, Svala Björgvins og Egill Ólafs.