Íbúakosning jafngildir að hætta við verkið

Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn vísaði málinu um listaverkið til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. göngustígagerð í Eldfelli. Forseti bæjarstjórnar hefur verið tengiliður við samstarfsaðila um listaverkið og skilaði drögum að minnisblaði til bæjarráðs eftir að hafa rætt við samstarfsaðilana um stöðuna. Niðurstaða í drögunum er sú að samþykki bæjarstjórn að vísa málinu í íbúakosningu á þessu stigi jafngildi það ákvörðun um að hætta við verkið.

Bæjarráð vísaði í niðurstöðu sinni málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Endanlegt minnisblað mun liggja þar fyrir.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.