Íbúum fjölgar í Eyjum
leikvollur_born_krakkar_IMG_2413
4662 íbúar eru skráðir með lögheimili í Eyjum í dag. Eyjar.net/TMS

„Í íbúaskránni hjá okkur eru alls 4662 íbúar skráðir.“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær.

Síðast þegar Eyjar.net kannaði íbúafjöldann í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626 talsins og hefur því fjölgað um 36 í bænum á um þremur og hálfum mánuði.

Ekki verið fleiri í 28 ár

Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 28 ár, eða allt frá árinu 1996 þegar íbúar í Eyjum voru 4749. Flestir voru íbúarnir í Eyjum fyrir gos, en þá bjuggu yfir 5000 manns í sveitarfélaginu. En frá árinu 2007 til ársins 2022 voru íbúar frá rúmlega 4000 upp í u.þ.b. 4300 manns. Árin þar á undan má sjá í töflu hér að neðan.

Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum frá 1900 til 2006

 
Ár: Fjöldi íbúa:
1900 um 500
1918 2.033
1925 3.184
1950 3.726
1960 4.675
1965 5.023
1970 5.179
1971 5.231
1972 5.179
1973 4.892
1974 4.369
1975 4.421
1976 4.568
1978 4.634
1980 4.727
1982 4.657
1984 4.789
1986 4.785
1988 4.737
1989 4.814
1990 4.913
1991 4.923
1992 4.867
1993 4.883
1994 4.888
1995 4.804
1996 4.749
1997 4.640
1998 4.594
1999 4.581
2000 4.527
2001 4.436
2002 4.426
2003 4.344
2004 4.215
2005 4.180
2006 (1. mars) 4.173

Heimild/heimaslod.is

https://eyjar.net/ibuum-faekkad-fra-i-haust/

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.