Jón Sveinsson þjálfari Fram var svekktur í lok leiks ÍBV og Fram á Hásteinsvelli í gærkvöldi þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi eftir að Róbert Aron Eysteinsson skoraði frábært mark í uppbótartíma leiksins. Viðtal við Jón sem birtist á vefnum fotbolti.net hefur vakið athygli en þar segir hann Pál Magnússon, alþingismann, hafa verið með mjög dónalegan í stúkunni og viðhaft orðfæri sem væri ekki til fyrirmyndar. Segist Jón þá einnig hafa ætlast til meira af þjóðkjörnum fulltrúum. Jón segir að hann menn geti sagt það sem vilji fyrir utan völlinn en annars væri farið fram á að menn væru kurteisir og pössuðu orðbragðið.
Eyjafréttir leituðu viðbragða hjá Páli Magnússyni og spurðu hvort hann hefði eitthvað um málið að segja. “Nei, ég hef ekkert um þetta að segja. Ég skil vel að þjálfarinn hafi verið svekktur eftir að hafa tapað þessum hörkuleik. Þetta orðaskak sem var um dómgæslu í hita leiksins kallar hinsvegar ekki á neina eftirmála af minni hálfu.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst