ÍBV - FH á Hásteinsvelli í dag

Það má segja að það sé botnslagur stjörnuþjálfara á Hásteinsvelli í dag, en þar mætast liðin í Bestu deild karla sem eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Bæði lið hafa reynslumikla leikmenn sem þjálfara; IBV með okkar eina sanna Hemma Hreiðars og FH með goðsögnina Eið Smára.

FH er á leið í undanúrslit í Mjólkurbikarsins, en hafa ekki náð flugi í Bestu deildinni, og það hefur ÍBV ekki tekist almennnilega heldur, þrátt fyrir örlítið jákvæða þróun síðustu leikja.

Ljóst er að okkar menn eru hungraðir eftir 4-0 tap gegn KR í síðasta leik sem fram fór á Meistaravöllum. Það er bara spurning hvort strákarnir okkar, með Hemma í brúnni klári dæmið í dag.

Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag. 

Halldór Jón skoraði þrennu gegn Val í fyrsta sigurleik sumarsins.
Heimir Hallgrímsson er á leikskýrslu hjá ÍBV, en aðstoðarþjálfarinn er farinn til Bretlands.
Heimir hefur talað um að liðið sé alveg um það bil að fara að brjótast uppúr þessari lægð.

Myndir: Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolti.net

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.