Það má segja að það sé botnslagur stjörnuþjálfara á Hásteinsvelli í dag, en þar mætast liðin í Bestu deild karla sem eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Bæði lið hafa reynslumikla leikmenn sem þjálfara; IBV með okkar eina sanna Hemma Hreiðars og FH með goðsögnina Eið Smára.
FH er á leið í undanúrslit í Mjólkurbikarsins, en hafa ekki náð flugi í Bestu deildinni, og það hefur ÍBV ekki tekist almennnilega heldur, þrátt fyrir örlítið jákvæða þróun síðustu leikja.
Ljóst er að okkar menn eru hungraðir eftir 4-0 tap gegn KR í síðasta leik sem fram fór á Meistaravöllum. Það er bara spurning hvort strákarnir okkar, með Hemma í brúnni klári dæmið í dag.
Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst