ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. áfram í samstarfi
ibv_isfelag_2024_cr
Samningurinn handsalaður. Ljósmynd/ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026.

Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á.  Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur mikla áherslu á að blómlegt íþróttastarf í Vestmannaeyjum og þar með það umfangsmikla starf sem ÍBV-íþróttafélag viðhefur í handknattleik og knattspyrnu.

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. vilja lýsa yfir ánægju sinni með áframhaldandi samstarf, segir í frétt á heimasíðu ÍBV.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.