ÍBV hafði sætaskipti við Aftureldingu í Olísdeild karla með sigri í leik liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, 32:26, í 17. umferð deildarinar. ÍBV fór upp í þriðja sæti með 20 stig og er aðeins stigi á eftir FH auk þess að eiga leik til góða.
ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda í dag. Í hálfleik var forskotið fjögur mörk, 16:12. Mestur varð munurinn sjö mörk í síðari hálfleik, 26:19, en hann fór minnst niður í tvö mörk, 27:25, eftir góða rispu Mosfellinga skömmu fyrir leikslok.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst