ÍBV sektað, tap­ar og kemst ekki áfram

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur sektað ÍBV um 90 þúsund krón­ur fyr­ir að tefla fram ólög­leg­um leik­mönn­um í leik gegn Sel­fossi í Lengju­bik­ar kvenna 29. mars. ÍBV hef­ur einnig verið úr­sk­urðaður ósig­ur, en leik­ur­inn fór 2:0 fyr­ir ÍBV.

Þær Sara Suz­anne Small og Laure Ruzugue léku með ÍBV í leikn­um en eru skráðar í er­lend fé­lög. Í reglu­gerðum KSÍ um deilda­bik­ar­keppni seg­ir meðal ann­ars:

„Lið, sem mæt­ir ólög­lega skipað til leiks, skal sæta sekt að upp­hæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyr­ir hvern leik­mann sem ekki hef­ur keppn­is­leyfi með viðkom­andi fé­lagi og tek­ur þátt í leikn­um.“

ÍBV hef­ur því verið sektað um 90 þúsund krón­ur, auk þess sem Sel­fossi var úr­sk­urðaður 3:0 sig­ur í leikn­um.

Þetta þýðir jafn­framt að ÍBV á ekki leng­ur mögu­leika á að kom­ast í undanúr­slit Lengju­bik­ars­ins en þar á liðið eft­ir að mæta Stjörn­unni. Það hefði verið hreinn úr­slita­leik­ur um sæti í undanúr­slit­un­um en nú er ljóst að Stjarn­an fer þangað ásamt Val, Þór/​KA og Breiðabliki.

Mbl.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.