ÍBV semur við markvörð
hjorvar-ibvsp
Hjörvar Daði Arnarsson. Ljósmynd/ibvsport.is

Markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann kemur frá HK þar sem hann hefur verið á samningi síðan 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu knattspyrnudeildar ÍBV á vefsíðu félagsins.

Hjörvar er 23 ára gamall og hefur hann leikið á láni síðustu þrjú tímabil, það fyrsta hjá ÍR og seinni tvö hjá Hetti/Hugin. Á síðustu leiktíð var hann valinn besti leikmaður Hattar/Hugins en hann lék 21 af 22 leikjum liðsins og endaði tímabilið vel þar sem hann hélt hreinu í 3 af síðustu 6 leikjum liðsins.

Knattspyrnudeild ÍBV býður Hjörvar velkominn til félagsins og Vestmannaeyja, segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.