Á dögunum var kynnt riðlaskipting sumarins í knattspyrnunni fyrir 1. deild kvenna og 3. deild karla. Kvennalið ÍBV leikur í 1. deild eftir að hafa orðið naumlega af sæti í úrvalsdeild á síðasta ári. Eyjastúlkur lenda í B-riðli með Fjarðabyggð/Leikni, Fjölni, Fram, Hetti Egilsstöðum, ÍR, Selfossi, Sindra. Sannarlega sterkur riðill og þrjú löng ferðalög austur á land. KFS er svo í B-riðli 3. deildar með Afríku, Berserkjum, KFK, Vængjum Júpiters, Þrótti V. og Ægi.