Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að selja frysti- og nótaskipið Þorstein ÞH. Enginn kvóti skiptir um hendur við kaupin, þar sem kaupendur eru í Nýja-Sjálandi. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir í dag.