Evrópumótið í handbolta hefst á morgun, þriðjudag. Fyrstu mótherjar Íslands verða Serbar og verður leikið í Linz í Austurríki. Hefst leikurinn kl. 19.05. Það má teljast nokkuð víst, að íslenska þjóðin gleymir Icesave og öðrum slíkum vandamálum og einhendir sér í handboltaáhorf, enda fátt sem sameinar þjóðina meira en handboltalandslið Íslands. Hér má sjá leiki á EM í vikunni, sem sýnir verða í sjónvarpinu.