Jafntefli í Suðurlandsslagnum
Eyja 3L2A0418
Sunna Jóns­dótt­ir var markahæst í liði ÍBV í dag. Ljósmynd/SGG

ÍBV og Selfoss áttust við í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar kvenna í dag. Það blés ekki byrlega fyrir ÍBV í fyrri hálfleik. Gestirnir komust í 15-7 en ÍBV náði að minnka muninn fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 17-14 fyrir Selfoss.

Mikill darraðadans var svo í lok leiks en ÍBV náði að komast yfir en Selfoss var aldrei langt undan. á lokasekúndunum fengu gestirnir svo vítakast í stöðunni 27-27. Marta Wawrzy­kowska gerði sér lítið fyrir og varði vítakast Huldu Dísar Þrast­ar­dótt­ur og skiptu liðin því stigunum sem í boði voru.

Í gærkvöldi sigraði svo botnlið Gróttu lið Stjörnunnar og hleypti með því auknu lífi í fallbaráttuna. Sem stendur nú þannig að Grótta er enn á botninum með 8 stig. ÍBV og Stjarnan eru þar fyrir ofan með 10 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Markahæstar hjá ÍBV í dag voru þær Sunna Jóns­dótt­ir með 7 mörk, Birna Berg Har­alds­dótt­ir skoraði 6 og Dag­björt Ýr Ólafs­dótt­ir gerði 5. Marta Wawrzy­kowska varði 9 skot.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.