Karlalið ÍBV gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í 1. deild karla í vetur en liðið tók á móti Stjörnunni í dag og urðu lokatölur 22:22. Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson stýrir liði Stjörnunnar en liðin áttust einmitt við í æfingaleikjum á dögunum. Leikurinn var kaflaskiptur og liðin skiptust á að hafa forystu og voru Eyjamenn m.a. tveimur mörkum yfir í hálfleik 12:10.