Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag kl. 13. Skýrslan verður að því loknu formlega afhent ráðherra, segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Kynningarfundinum er streymt á vef Stjórnarráðsins, en sjá má útsendinguna hér að neðan.
Hlutverk starfshópsins var að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Hópnum var einnig falið að meta arðsemi framkvæmdarinnar. Loks var starfshópnum ætlað að leggja fram kostnaðarmetna áætlun um þær jarðfræðilegu rannsóknir, sem og aðrar rannsóknir, sem framkvæma þarf, svo hægt verði að leggja endanlegt mat á fýsileika framkvæmdarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst