Knattspyrnukappinn efnilegi Jón Ingason skrifaði í dag undir þriggja ára samning hjá ÍBV. Jón er mikið efni, hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og spilaði mikið með ÍBV síðasta sumar.
Jón, sem er fæddur árið 1995, kemur upp úr yngri flokkum félagsins og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað alls 38 leiki fyrir ÍBV í meistaraflokki en 23 af þeim spilaði hann á nýliðnu keppnistímabili.
�??Ánægja er innan félagsins með að tryggja þjónustu þessa unga og efnilega leikmanns og væntir félagið mikils af leikmanninum í framtíðinni,�?? segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.