Kaldalón eignast lúxuseignir í Eyjum
4. janúar, 2023

Fasteignafélagið Kaldalón hf. hefur eignast safn íbúða og húsa í Vestmannaeyjum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Eignirnar hafa verið leigðar út á vegum Nýja Pósthússins (thenewpostoffice.is) og Westman Islands Villas & Apartments (westmanislandsluxury.is). Eigendaskiptin tengjast viðskiptum Kaldalóns og Skuggasteins ehf. en Skuggasteinn keypti helmingshlut Kaldalóns í Steinsteypunni ehf. Viðskiptin eru í samræmi við þá stefnu Kaldalóns að selja eignir utan kjarnareksturs félagsins, samkvæmt tilkynningu.

Skuggasteinn greiddi hluta kaupverðsins með fasteignunum Vestmannabraut 22, Búhamri 2, 6, 8 og 10, Básaskersbryggju 2 og Kirkjuvegi 20 í Vestmannaeyjum ásamt lausafé fasteignanna. Brunabótamat er samtals 954 milljónir króna. Kaldalón átti fyrir dreift eignasafn atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrjár fasteignir þar sem rekin eru hótel. Það er Storm hótel við Þórunnartún, Sand hótel á Laugavegi og Vegamótastígur 7-9 sem hýsir Room With a View að hluta. Kaldalón kemur ekki að rekstri hótelanna.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.