Karlmenn í Eyjum geta líka sungið
21. ágúst, 2023
Karlakór Vestmannaeyja, bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2018

Jarl Sigurgeirsson hefur verið félagi í Karlakór Vestmannaeyja frá upphafi. Hann hefur fengið að stýra nokkrum verkefnum og er í stjórn kórsins þessa stundina. Karlakór Vestmannaeyja tók þátt í Þjóðhátíðarlaginu í ár, líkt og Kvennakór Vestmannaeyja. Eyjafréttir tóku púlsinn á Jarli fyrir Þjóðhátíðina í ár.

Hvernig byrjaði karlakór Vestmannaeyja?
„Við höfðum lengi verið að ræða um að gaman væri að stofna karlakór í Vestmannaeyjum. Það varð aldrei meira en hugmynd og við sáum ekki alveg hvernig við gætum fengið karla almennt til að stíga það skref að mæta á kóræfingu. Það var svo árið 2015 í apríl held ég, að við sáum spjall í gangi á fésbókinni þar sem Ágúst Halldórsson setti fram þá staðreynd að karlmenn í Vestmannaeyjum væru engu minni karlmenn en íslenskir karlmenn og gætu fullvel sungið í karlakór, rétt eins og aðrir og líklega mun betur.
Það var vel tekið undir þessa umræðu hjá Ágústi og þannig rúllaði boltinn af stað. Við gengum svo frá samningi við Þórhall Barðason um að hjálpa okkur að rúlla þessum bolta af stað. Hann tók að sér stjórn kórsins og gekk alveg bráðvel. Um 60 manns mættu á fyrstu æfingarnar og var ótrúlegt hvernig menn sem aldrei höfðu sungið í kór, eða bara sungið nokkuð yfirleitt, lögðu á sig að æfa sig í sönglistinni.
Kórinn hefur síðan þá þróast. Við erum ekki lengur nýstofnaðir og margir hafa helst úr lestinni, en eftir standa öflugir söngmenn, sem margir kynntust sönglistinni fyrst í kórnum, ásamt því að alltaf detta inn nýir og nýir félagar. Ég gæti trúað að í dag séu um 30 manns sem upplifa sig sem meðlimi í kórnum og gætu mætt á næstu æfingu. Við eigum samt við að stríða það sama og önnur félagasamtök, og það er baráttan um mínúturnar. Tíminn er líklega það dýrmætasta sem hver maður á og tími nýttur til eins er ekki nýttur til annars á meðan.“

Hvernig er upplifunin að fá að taka þátt í Þjóðhátíðarlaginu?
„Það er fyrir það fyrsta mikill heiður að hafa verið kallaðir til þessa verkefnis. Það var frábært að fá að taka þátt í endanlegri útkomu lagsins, ásamt kvennakórnum. Það var virkilega vel til fundið hjá Gauta að setja okkur með í það. Það gerði gott fyrir lagið að fá kórana inn, en gerði líka mjög gott fyrir kórana að fá að vera með í slíku verkefni.
Að standa síðan á stóra sviðinu í Herjólfsdal og frumflytja þjóðhátíðarlagið er síðan tilfinning sem er engu lík. Ég hef sjálfur upplifað það árið 2012 og sú tilfinning gleymist aldrei. Karlakórinn hefur síðan staðið á sviðinu í Herjólfsdal og tekið þátt í kvölddagskránni. Það er viðburður sem oft er ræddur hjá liðsmönnum kórsins sem einn af hápunktum lífsins. Það sem er öðruvísi í ár er líklega tvennt. Í fyrsta lagi þá erum við bara að fara að syngja eitt lag, þannig að við þurfum ekki stífar æfingar fyrir Þjóðhátíð og í öðru lagi, erum við að fara að frumflytja Þjóðhátíðarlagið sjálft sem er alveg frábær tilfinning.“

Enginn sér eftir því að prófa
Ég hvet alla sem nokkurn minnsta áhuga hafa á söng að láta eftir sér að mæta á æfingar hjá þeim kórum sem starfandi eru hér í Eyjum. Við erum með Karlakórinn, Kvennakórinn og Kór Landakirkju. Allt saman frábærir metnaðarfullir kórar með frábærum félagsskap.
Það líffræðileg og efnafræðileg staðreynd að við iðkun söngs, þá framleiðir líkaminn efni sem valda vellíðan og hafa góð áhrif á andlega og þá um leið líkamlega heilsu fólks. Það er flókið mál að útskýra það nánar, en einfalt mál að upplifa. Það er bara að mæta á æfingu hjá viðkomandi kór. Ég get 100% lofað að öllum nýjum félögum er tekið fagnandi og ég get líka 100% lofað að enginn sér eftir því að hafa látið eftir sér að prófa.“

Greinina má einnig lesa í 15. tbl Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst