
Fimmtubekkingar í Grunnskóla Vestmannaeyja sóttu Vinnslustöðina heim í byrjun vikunnar til að fræðast um loðnu, bæði munnlega og verklega.
Þetta er árleg heimsókn af sama tilefni enda loðnan bekkjarfiskur fimmtubekkinga og Vinnslustöðin kjörin vettvangur til að gaumgæfa þennan verðmæta en duttlungafulla fisk á alla vegu, sama hvort loðna veiðist það árið eður ei.

Þannig er nú ástatt nú um stundir að loðnan veiðist ekki en Vinnslustöð sá við dyntum hennar með því að eiga í frystigeymslu nokkrar öskjur frá því í fyrra handa grunnskólagestunum ungu til að rannsaka.

Benoný Þórisson, framleiðslustjóri fiskvinnslu VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs, tóku á móti gestunum, fræddu þá og leiðbeindu þeim við rannsóknir. Krakkarnir urðu margs vísari og fengu í lok safa & súkkulaði í kaffistofu starfsmanna VSV.
Vinnslustöðin þakkar fyrr komuna! Myndirnar tóku Benoný Þórisson og Lilja Björg Arngrímsdóttir. Sjá fleiri myndir á vsv.is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.