Það mættu þó nokkrir karlar í skúrinn í kjallara Hraunbúða í morgun, á fyrsta degi eftir að ný aðstaða var vígð. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja sem fór fyrir verkefninu og á þakkir skildar fyrir framtakið.
Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson voru meðal gesta í skúrnum í morgun og má sjá myndir og myndband frá þeim hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst