Á morgun miðvikudaginn 8. maí verður glæsileg konu- og karlakvöld knattspyrnudeildar ÍBV.
Konurnar ætla að skemmta sér upp á Háalofti þar sem Jónsi ætlar að gera allt vitlaust. Boðið verður m.a. upp á gómsæta kjúklingarétti sem og ferska bleikju, steikta þorskhnakka og nýveiddan skötusel auk ýmsa annara rétta.
Karlarnir munu koma sé fyrir í Kiwanishúsinu og þar munu þeir Sigmundur Davíð og Brynjar Níelsson halda uppi aga á karlpeningnum. Þar verður boðið upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Einsa Kalda.
Húsin opna klukkan 19:00 og borðhald hefst 19:30. Verð aðeins kr. 8.500.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og eiga gott kvöld saman, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hægt er að nálgast miða í Týsheimilinu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.