Kór Lindakirkju í Höllinni
Kór Lindakirkju ásamt hljómsveit heldur gospeltónleika laugardaginn 23.september, kl. 17, í Höllinni í Vestmannaeyjum.
Kórinn þarf vart að kynna en hann hefur starfað undir stjórn gospel snillingsins, Óskars Einarssonar í rúm 13 ár. Sungið er í messum í Lindakirkju á sunnudagskvöldum og einnig hefur kórinn tekið þátt í ýmsum verkefnum, s.s. Jesus Christ Superstar og The Greatest Showman. Kórinn gaf út geisladiskinn “Með fögnuði” árið 2014 og er hann nú aðgengilegur á Spotify.
Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson píanó og stjórnandi, Páll E. Pálsson bassa, Pétur Erlendsson gítar og Brynjólfur Snorrason trommur.
Hljóðmaður er Hrannar Kristjánsson.
Á dagskránni eru lög af ýmsu tagi, gospel, frumsamin og heimsþekkt.
Miðasala fer fram á tix.is og við innganginn, miðaverð kr. 3.000.

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.