Kórarnir með sameiginlega tónleika í Safnaðarheimilinu

Nú stendur yfir innanbæjarkóramót í Vestmannaeyjum. Það eru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem að mótinu koma. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig. Lokaviðburður mótsins er í kvöld mánudag. Þá koma kórarnir saman og flytja þau verk sem æfð hafa verið.

Tilgangur mótsins er að kórafólk í Eyjum hittist og fái smá innsýn í það sem er að gerast í hinum kórunum. Einnig að auka áhuga almennt á kórsöng.

Því vilja kórarnir bjóða áhugasömum bæjarbúum að njóta afraksturs mótsins á tónleikum í Safnaðarheimili Landakirkju í kvöld mánudaginn 9.oktober kl.20:00.

Flutningur fjölbreyttrar dagskrárinnar tekur tæpa klukkustund.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á tónleikana.

Mynd: Kvennakór Vestmannaeyja.

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.