Kráin og Ölgerðin fagna farsælu samstarfi
Nýjung á matseðlinum, Tríó.

Í tilefni af 12 ára farsælu samstarfsafmæli Kráarinnar og Ölgerðarinnar verður slegið upp heljarinnar veislu í Kránni um helgina.

Boðið verður upp á bjór af krana á hálfvirði ásamt því að Kári kynnir nýung á matseðli, sem er tilvalin með einum köldum. „Ég er að byrja með nýjung hjá mér sem ég kalla Tríó. Ostastangir, kjúklingavængir og laukhring allt djúpsteikt í drasl. Þessu fylgir svo hvítlaukssósa og salsa,” sagði Kári Vigfússon eigandi og matreiðslumeistari Kráarinnar. „Svo vorum við að klára að græja geggjað útisvæði hjá okkur þar sem hægt er að tilla sér með einn kaldann og Tríó í sólinni. Við verðum svo með bjór á dælu frá Ölgerðinni á hálfvirði um helgina sem hægt er að njóta í góðu yfirlæti í sólinni.”

Nýja útisvæðið hjá Kránni

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.