Krefjast úrbóta hið snarasta
20220303_080203
Ólíðandi er að fjöldi ljósastaura séu óvirkir yfir myrkustu mánuði ársins, segir m.a. í bókun ráðsins. Eyjar.net/TMS

Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – stöðu á gatnalýsingu, útskiptiáætlun lampa og viðhaldi.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið ítreki mikilvægi þess að þjónustuaðili uppfylli skilyrði samnings um þjónustu og viðhald gatnalýsingar enda er gatnalýsing mikilvægur þáttur í umferðaröryggi, sér í lagi gangandi og hjólandi vegfarenda. Ólíðandi er að fjöldi ljósastaura séu óvirkir yfir myrkustu mánuði ársins.

Ráðið fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ítreka alvöru málsins við þjónustuaðila og krefjast úrbóta hið snarasta.

Nýjustu fréttir

Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.