Í gær fór fram kjördæmismót Suðurlands í skólaskák en mótið var haldið á Flúðum. Keppt var í flokki 1.-7. bekk og 8.-10. bekk í grunnskóla, eldri og yngri flokki. Eyjamenn sendu fjóra ti leiks og gerðu þeir sér lítið fyrir og röðuðu sér í efstu sætin. Kristófer Gautason vann yngri flokkinn en Jörgen Freyr Ólafsson varð í öðru sæti. Nökkvi Sverrisson vann svo eldri flokkinn þar sem Daði Steinn Jónsson varð í öðru sæti. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Eyjapeyjum.