FÁTT er fyrir mér óskiljanlegra en mótmæli gegn Davíð Oddssyni.
Ekki það að hann sé fullkominn frekar en við hin, en að mótmæla honum minnir mig einna helst á krossfestingu forðum daga. Davíð Oddsson á heiður skilið fyrir að hafa leitt þessa þjóð frá höftum til frelsis, frá fátækt til allsnægta. Hvort frelsið hefur verið misnotað af okkur sem það fengum má væntanlega lengi deila um.
En að ætla að krossfesta mann fyrir það að leiða okkur til frelsis er vægast sagt lágkúrulegt og þeim sem það gera seint til álitsauka.