Kveikjum neistann, frábærar niðurstöður
Bergrún Íris Rithöfundur Kynnir Bækur Sínar á Bókasafninu

Kveikjum neistann rannsóknar- og þróunarverkefnið við Grunnskóla Vestmannaeyja er byggt á sterkum rannsóknum og kenningum virtra fræðimanna um nám og færniþróun. Það er Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ, með aðkomu SA, sem leiðir verkefnið en þar er prófessor Hermundur Sigmundsson ábyrgðarmaður. Nú liggja fyrir niðurstöður í lestrarfærni og það má með sanni segja að nú sanni aðferðafræðin sig annað árið í röð.

Fram kemur í frétt á vef GRV að 98% barnanna í 1. bekk geta nú lesið orð sem er mjög góður grunnur. Þá er eitt af markmiðum verkefnisins að 80% nemenda tejist læsir við lok 2. bekkjar og það náðist. Til þess að meta það komu lestrarfræðingar, kennarar og fleiri að gerð prófs sem nefnist LÆS sem felst í lestri á aldurssvarandi texta og því að geta svarað spurningum honum tengdum. LÆS kom vel út úr áreiðanleikamati en það var lagt fyrir rúmlega 400 nemendum víðsvegar um landið í þeim tilgangi að leggja mat á prófið sjálft.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.