Kveikjum neistann verkefnið heldur áfram að þróast
Það var fjölmennt í Íþróttahúsinu við setningu GRV. Mynd: Facebook/grunnskolivestmannaeyja

Núna eru þrír árgangar af fjórum komnir í verkefnið sem hefur leitt af sér ýmsar spennandi áskoranir.

Ástríðutímar eru stór þáttur í verkfeninu sem ganga út að nemendur fái að velja og markmiðið að aðstoða þau við að finna sína ástríðu.

Ástríðutímar hafa verið síðan Kveikjum neistann hófst en í ár var gerð breyting á þessum tímum hjá 2. og 3. bekk. Þeir voru í höndum verkgreinakennara en núna eru umsjónarkennarar sjálfir með tímana. Áskorun umsjónarkennara var að skapa, þróa og búa til tíma sem börnin hafa ástríðu fyrir, því var farin sú leið að fá hugmyndir frá nemendum. Þarna fengu nemendur enn eitt tækifærið til að hafa áhrif á skólann og námið.

Við erum búin að vera heppinn með samfélagið okkar sem vill að verkefnið þroskist og stækki og því er frábært að getað boðið nemendum upp á Golf í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja. Kennarar að sjálfsögðu tóku vel í hugmyndir nemenda og gátu sett saman val fyrir nemendur sem miðast við tíðarfar hverju sinni.

Ástríðu tímarnir hafa reynst gríðarlega vel og höfum við í GRV sett þá einnig á miðstigið sem hefur aukið val og ánægju nemenda.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.